Al­manna­varna­deild ríkis­lög­reglu­stjóra hefur á­kveðið að halda enga upp­lýsinga­fundi næstu vikurnar nema ef þörf krefur og upp­færa tölu­leg síðuna co­vid.is sjaldnar. Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá al­manna­varna­deild.

„Sumarið er gengið í garð, og nýjar sam­komu­tak­markanir hafa tekið gildi. Góðar fréttir með lágum tölum koma núna dag eftir dag og erum við greini­lega á réttri leið þó við séum á­fram á tánum því eins og við vitum öll þá er CO­VID-19 alls ekki búið,“ segir í til­kynningunni.
Í dag eru 46,9% íbúa Ís­lands (16 ára og eldri) bólu­settir og fleiri bætast við í þessari viku þegar enn fleiri verða bólu­settir. Í dag fórum við einnig á „gráan“ í lita­kerfinu inn á co­vid.is.

„Vegna þessa hefur verið á­kveðið að upp­færa tölu­legu síðuna á co­vid.is sjaldnar en hefur verið sl. ár, eða á mánu­dögum og fimmtu­dögum (föstu­degi í þessari viku vegna 17.júní sem er á fimmtu­daginn). Frá 1.júlí verða tölur upp­færðar einu sinni í viku eða á fimmtu­dögum,“ segir þar enn fremur.

Þá verða ekki verða gefnar bráða­birgða­tölur eins og gert hefur verið um helgar þegar vefurinn hefur ekki verið upp­færður. Ein undan­tekning verður þó á þessu nýja verk­lagi, því ef CO­VID-19 smit greinist utan sótt­kvíar þá mun al­manna­varna­deild senda frá sér upp­lýsingar um það.

„Þrátt fyrir þessar breytingar þá höldum við á­fram að upp­færa bólu­setningar­tölur á co­vid.is – þar er hægt að fylgjast með hve margir í­búar landsins eru bólu­settir – þær tölur verða já­kvæðari með hverjum deginum sem líður.“

Í dag eru 46,9% íbúa Ís­lands (16 ára og eldri) bólu­settir og fleiri bætast við í þessari viku þegar enn fleiri verða bólu­settir. Í dag fórum við einnig á „gráan“ í lita­kerfinu inn á co­vid.is.