Innlent

Upp­­lifði nám­­skeið Öldu Karenar sem trúar­­sam­komu

Alda Karen Hjaltalín hélt samkomu í Laugardalshöll í gær. Hún var meinlaus, að mati guðfræðings.

Alda Karen kom meðal annars fram í Kastljósi í vikunni, eins og frægt er orðið.

Guðfræðingurinn Bjarni Randver Sigurðsson upplifði „sjálfshjálparvakningarsamkomuna“ sem Alda Hrönn Hjaltalín stóð fyrir í Laugardalshöll í gærkvöldi sem trúarsamkomu.

Í færslu á Facebook greinir hann frá upplifun sinni af því að hafa farið á viðburðinn.

Alda Hrönn hefur verið harðlega gagnrýnd af fagfólki fyrir að láta í veðri vaka að til séu skyndilausnir við geðsjúkdómum á borð við þunglyndi.

Bjarni segir í færslunni að hann hafi upplifað samkomuna sem trúarsamkomu: „Engin trúarbrögð voru þó nefnd til sögunnar og engu þarna var beint gegn nokkrum trúarbrögðum. Og þó svo að þetta hafi virkað sem trúarsamkoma á mig efast ég um að það hafi gilt um aðra viðstadda nema í undantekningartilfellum.“

Hann segir að „Ég er nóg“ fyrirlestur Öldu Karenar hafi verið einlægur en að hæglega megi skilgreina það sem þarna fór fram sem „audience cult“ en hann skýrir hvað hann á við með því.

Alda Karen þykir einlægur fyrirlesari. MYND/ANTONÍA LÁRUSDÓTTIR

Bjarni segir að fyrirlestrarnir hafi reynst ósköp saklausir og viðtölin ágætlega áhugaverð. Ekkert kom fram sem í raun geti talist varhugavert. „Alda Karen hefur verið gagnrýnd fyrir óvarlega eða illa ígrundaða framsetningu í kynningu sinni á þessu námskeiði en reyndi greinilega að vanda sig þegar að því kom. Engum töfralausnum var heitið, engir læknar eða sálfræðingar voru gagnrýndir og engu var afneitað í vestrænum heilbrigðisvísindum. Allt það fólk sem kom þarna fram virkaði á mig sem góðviljaðir einstaklingar sem vildu gera sér grein fyrir eigin takmörkunum og miðla áfram þeirri reynslu og þeim þroska sem þeir hefðu þegar náð að afla sér í von um að fleiri taki sjálfa sig í sátt og læri að elska sjálfa sig á heilbrigðan hátt.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Skyndi­­­lausnir duga ekki við al­var­legum vanda

Innlent

Hugar­afl þakkar Öldu Karen fyrir að opna um­ræðuna

Innlent

Ráð­leggur fólki að kyssa peninga og lofar skjótum gróða

Auglýsing

Nýjast

Kaldur vindur í dag og stormur í nótt

Munu sækja tjón sitt vegna friðunar

Heilsugæslan ekki nútímafólki bjóðandi

Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga

Hafna uppbyggingu á Granda

Fyrri frið­lýsingin nauð­syn­leg til að ná fram sátt

Auglýsing