Til þeirra sem málið varðar er nafnið á nýjustu ljóðabók Einars Más skálds. Um er að ræða ástríðufullt ávarp til samtíðarinnar þar sem bjartir tónar og dimmir kallast á og ljóðstefin eru jöfnum höndum heilabrot um upphaf og endalok, efa og óvissu, sjálfa eilífðina – og vangaveltur um undur hversdagsins; ástina, náttúruna og daglegt streð mannanna.

Hlustið á Einar Már lesa upp úr ljóðabókinni.