Fréttir

Uppi­standið í vaskinn út af lista­manna­launum

Hugleikur Dagsson þarf að hætta við heilan kafla í uppistandi sínu eftir úthlutun listamannalauna.

Listamannalaun hafa mismikil áhrif á sköpunarferli listamanna. Hugleikur (t.v.) með Þrándi Þórarinssyni. Fréttablaðið/Anton Brink

Hugleikur Dagsson, einn vinsælasti grínisti, uppistandari og teiknimyndasögusmiður landsins, fékk ekki listamannalaun. Fregnirnar eru sérstaklega mikið högg fyrir Hugleik, eða Hulla eins og hann er oft kallaður, enda búinn að þróa heilan kafla í uppistandi sínu um það að vera á listamannalaunum.

Fréttablaðið hefur í dag fjallað um hverjir fengu, og fengu ekki, listamannalaun við síðustu úthlutun. Eru margir af þekktustu listamönnum þjóðarinnar ýmist hæstánægðir eða fokreiðir yfir því að fá ekki úthlutun í þetta skipti.

Sjá einnig: Einar Kára: „Hvaða djöfulsins rugl er þetta?”

Hugleikur segir það sérlega glatað að hafa ekki fengið listamannalaun í þetta skipti. „Fékk ekki listamannalaun sem er glatað því ég er að þróa heilt uppistands-bitt sem snýst um að ég sé á listamannalaunum,“ skrifar Hugleikur. Þó er aldrei langt í grínið hjá Hugleiki. „Nú verð ég að henda því og semja aðrar 5 mínútur og það launalaust. Takk fyrir ekkert, sjóður.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fréttir

Þessi hljóta lista­manna­laun 2019

Innlent

Einar Kára: „Hvaða djöfulsins rugl er þetta?”

Innlent

„Jabba­dú!!“ Lista­manna­launin ýmist gleðja eða hryggja

Auglýsing

Nýjast

Lykilleiðum lokað vegna veðurs

„​Barist á ýmsum víg­stöðvum“

Porsche kynnir Cayenne Coupe

Bar mislinga til Íslands: „Mjög máttlaus og með blússandi hita“

Lexus UX 250h frumsýndur

Fullnaðar­sigur Stundarinnar: „Á þessu bara að ljúka svona?“

Auglýsing