UNICEF á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun fyrir Sýrland vegna jarðskjálftanna sem urðu í Tyrklandi og Sýrlandi fyrr í dag. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa ekki óskað eftir alþjóðlegri mannúðaraðstoð og hefur UNICEF því ekki hafið fjáröflun þar í landi.
Fleiri þúsund manns hafa nú þegar látið lífið í jarðskjálftunum sem átti upptök sín nærri Gaziantep við landamæri Sýrlands og Tyrklands en þar heldur meðal annars mikill fjöldi flóttafólks frá Sýrlandi til. Nú er sömuleiðis hávetur í Sýrlandi og 6,9 milljónir íbúa, þar af 3 milljónir barna, á vergangi eftir að hafa neyðst til að flýja heimili sín á undanförnum árum.
Samtökin segir ástandið í Sýrlandi fyrir hamfarirnar afar viðkvæmt og er neyð barna þar mikil eftir tæp 12 ára stríð. UNICEF og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hafa verið á vettvangi í landinu frá upphafi stríðsins og allar götur síðan 1970 til að tryggja velferð og réttindi barna þar í landi.
UNICEF á Íslandi hefur staðið fyrir neyðarsöfnun fyrir sýrlensk börn um árabil en segir að þörfin mun nú aukast verulega á næstunni. Að sögn UNICEF munu áhrif skjálftanna koma verst niður á börnum og viðkvæmum hópum í landinu.
Til að leggja neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi vegna Sýrlands lið er hægt að:
Senda SMS-ið „STOPP“ í númerið 1900 til að styrkja um 1.900 krónur.
Einnig er hægt að leggja inn frjáls framlög á reikning 701-26-102040 kennitala: 481203-2950
Frekari styrktarleiðir og upplýsingar má finna á vef UNICEF.