UNICEF á Ís­landi hefur hafið neyðar­söfnun fyrir Sýr­land vegna jarð­skjálftanna sem urðu í Tyrk­landi og Sýr­landi fyrr í dag. Stjórn­völd í Tyrk­landi hafa ekki óskað eftir al­þjóð­legri mann­úðar­að­stoð og hefur UNICEF því ekki hafið fjár­öflun þar í landi.

Fleiri þúsund manns hafa nú þegar látið lífið í jarð­skjálftunum sem átti upp­tök sín nærri Gazian­tep við landa­mæri Sýr­lands og Tyrk­lands en þar heldur meðal annars mikill fjöldi flótta­fólks frá Sýr­landi til. Nú er sömu­leiðis há­vetur í Sýr­landi og 6,9 milljónir íbúa, þar af 3 milljónir barna, á ver­gangi eftir að hafa neyðst til að flýja heimili sín á undan­förnum árum.

Sam­tökin segir á­standið í Sýr­landi fyrir ham­farirnar afar við­kvæmt og er neyð barna þar mikil eftir tæp 12 ára stríð. UNICEF og Barna­hjálp Sam­einuðu þjóðanna hafa verið á vett­vangi í landinu frá upp­hafi stríðsins og allar götur síðan 1970 til að tryggja vel­ferð og réttindi barna þar í landi.

UNICEF á Ís­landi hefur staðið fyrir neyðar­söfnun fyrir sýr­lensk börn um ára­bil en segir að þörfin mun nú aukast veru­lega á næstunni. Að sögn UNICEF munu á­hrif skjálftanna koma verst niður á börnum og við­kvæmum hópum í landinu.

Til að leggja neyðar­söfnun UNICEF á Ís­landi vegna Sýr­lands lið er hægt að:
Senda SMS-ið „STOPP“ í númerið 1900 til að styrkja um 1.900 krónur.
Einnig er hægt að leggja inn frjáls fram­lög á reikning 701-26-102040 kenni­tala: 481203-2950
Frekari styrktar­leiðir og upp­lýsingar má finna á vef UNICEF.