Ung­verska þingið hefur sam­þykkt lög sem banna LGBT náms­efni í skólum en lögin eru enn ein að­förin að réttindum hin­segin fólks þar í landi, að því er fram kemur í um­fjöllun The Guar­dian.

Sam­kvæmt lögunum er ó­heimilt að deila upp­lýsingum með ein­stak­lingum undir 18 ára aldri sem yfir­völd telja ýta undir sam­kyn­hneigð eða kyn­leið­réttingu, eins og því er lýst í um­fjöllun breska miðilsins. Laga­frum­varpið var sam­þykkt með 157 at­kvæðum gegn einu.

Flokkur for­sætis­ráð­herrans Viktor Or­bán, Fidesz kom málinu í gegn með stuðningi öfga­hægri­flokksins Jobbik. Þá virtu yfir­völd að vettugi gagn­rýni Dunja Mi­jato­vic, mann­réttinda­full­trúa leið­toga­ráðs ESB,sem sagði frum­varpið lítils­virðingu gagn­vart hin­segin fólki.

Frum­varpinu hefur af gagn­rýn­endum verið líkt við rúss­nesk lög sem sam­þykkt voru árið 2013, sem sögð voru gegn „hin­segin á­róðri“ en eftir­lits­aðilar segja lögin hafa ýtt undir of­beldi gegn hin­segin fólki í landinu.

„Það er efni sem börn á á­kveðnum aldri geta mis­skilið og gætu haft geig­væn­leg á­hrif á þroska þeirra á á­kveðnum aldri, eða efni sem börn ein­fald­lega geta ekki með­tekið og gætu þess vegna haft á­hrif á þróun gildis­mat þeirra eða í­mynd þeirra af sjálfum sér eða heiminum,“ sagði tals­maður ung­versku ríkis­stjórnarinnar.