Ríkisstjórn Ungverjalands hefur samið við rússneska gasfyrirtækið Gazprom um kaup á 5,8 milljörðum kúbikmetra af jarðgasi á dag til viðbótar við það sem Ungverjaland fær nú þegar.

Þetta verður gert í gegnum gasleiðslu frá Serbíu.

Forseti landsins, Viktor Orban, hafði þegar gefið það í skyn að hann myndi semja við Rússa og hefur hafnað því að setja nokkurs konar efnahagsþvinganir tengdar gasi á Rússland.

Á fundi utanríkisráðherra ESB-ríkja í gær talaði Peter Szijarto, utanríkisráðherra Ungverjalands, gegn því að rússneskir ferðamenn myndu ekki fá vegabréfsáritanir eins og Finnar, Pólverjar og Eystrasaltsmenn hafa barist fyrir.

Ungverjar hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að vera vilhallir Rússum.