Ung­verja­land er fyrsta landið í Evrópu­sam­bandinu til að veita rúss­neska bólu­efninu við Co­vid-19, Sput­nik V, bráða­birgða­leyfi.

Starfs­manna­stjóri Viktors Or­bán , for­sætis­ráð­herra Ung­verja­lands, stað­festi í dag að rús­sneksa bólu­efnið og bólu­efni AstraZene­ca hafið fengið grænt ljós frá heil­brigðis­yfir­völdum í landinu. BBC greinir frá.

Bólu­­setn­ing­ar við Co­vid-19 með Sput­nikV hófust í Rúss­landi þann 5. desember, yf­ir­völd í Rúss­landi halda því fram að virkni þess sé 95%. Bólu­efnið hefur verið tekið í notkun í nokkrum löndum en Ung­verja­land er sem fyrr segir fyrsta landið innan Evrópu­sam­bandsins til að veita því leyfi.

Utan­ríkis­ráð­herra Ung­verja­lands, Peter Szijjar­to er á leið til Mosku til frekari við­ræðna um af­hendingu og dreifingu efnisins.

Starfs­menn ung­verska heil­brigðis­ráðu­neytisins eru einnig í Bejing til að ræða við kín­versk yfir­völd um leyfi og af­hendingu á yfir milljón skömmtum af bólu­efninu Sin­op­harm. Kín­verjar gáfu út bráða­birgða­leyfi fyrir bólu­efni Sin­op­harm þann 31. desember síðast­liðinn. Prófanir á því leiddu í ljós að meðal­virkni þess gegn veirunni er nokkru minni en bólu­efnisins sem Pfizer og BioN­Tech þróuðu. Eigi að síður er talið, að að notkun þess eigi eftir að skipta sköpum í bar­áttunni gegn far­aldrinum í Kína og víðar í Asíu.

Ung­verjar ekki spenntir

Viktor Or­bán segir að eina leiðin til að mæta eftir­spurn Ung­verja­lands um bólu­setningar sé að kaupa bólu­efni frá Rúss­landi og Kína vegna þess hversu hægt gengur að fá skammta frá Pfizer. Greint var frá því í síðustu viku að Pfizer hafi til­­kynnt nokkrum þjóðum innan Evrópu að færri skammtar af bólu­efninu yrðu væntan­­legir á næstu misserum vegna endur­­­skipu­lagningar.

Að minnsta kosti 140 þúsund Ung­verjar hafa nú þegar verið bólu­settir gegn Co­vid-19 með bóluefni Pfizer og Moderna. Á­kvörðun stjórn­valda að veita rúss­nesku og kín­versku bólu­efnunum markaðs­leyfi í Ung­verja­landi hefur nú þegar mætt and­stöðu meðal íbúa. Skoðana­kannanir leiða í ljós að að­eins um 7% Ung­verja myndu láta bólu­setja sig með Sput­nik V og að­eins um 1% með kín­verska bólu­efninu.