Ungur starfsmaður kvikmyndahúsana, Nordisk Film Biografer, er meðal þeirra látnu í skotárásinni í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn síðastliðinn sunnudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá kvikmyndahúsunum í færslu á samfélagsmiðlum í morgun.
„Með sorg í hjarta getum við staðfest að ungur starfsmaður í bíóhúsum okkar í Field‘s hafi látist á sunnudag í þeirri hræðilegum og óhugsandi harmleik,“ segir í tilkynningunni.
„Við sendum okkar hlýjustu kveðjur til annarra fórnalamba, aðstandenda, gesta og starfsmanna sem voru í Field‘s þennan dag.“
Þá segir að starfsmönnum Field‘s hafi verið boðin áfallahjálp, en öll kvikmyndahús Nordis Film voru lokuð í gær og í verða einnig í dag í virðingarskyni við þá látnu, en einnig til að ræða við starfsfólkið.
Bíó-ið í Field‘s verður jafnt fram lokað til 11. Júlí næstkomandi.
Árásarmaðurinn sem hóf skotárásina í verslunarmiðstöðinni Field‘s hefur hlotið stöðu sakbornings og er sakaður um þrjú morð og sjö morðtilraunir. Þá hefur hann verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 28. júlí næstkomandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í Kaupmannahöfn í gær. Þá verður sakborningurinn lagður inn á geðdeild og honum gert að sæta geðrannsókn eins fljótt og auðið er.