Ungur maður var fluttur á slysadeild í nótt eftir elds­voða í kjallara­í­búð við Sam­tún í Reykja­vík. Allt til­tækt slökkvi­lið var kallað út en til­kynnt var um að fólk gæti verið inni í í­búðinni.

Maðurinn kom sér sjálfur út úr í­búðinni og var fluttur á slysa­deild með reyk­eitrun. Sam­kvæmt til­kynningu frá slökkvi­liðinu gekk greið­lega að slökkva eldinn og tók slökkvi­starf um eina klukku­stund.

Slökkvi­liðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt í sjúkra­flutn­ing­arn­ir voru 114 tals­ins, þar af 20 for­­gangs­flutn­ing­ar og 20 Co­vid-tengd­ir flutn­ing­ar. Þá voru þrjú út­köll á dælu­bíla.