Erlent

Ungur drengur lifði einn af flugslys

Níu voru um borð í lítilli farþegavél sem hrapaði í Indónesíu.

Frá björgunaraðgerðum fyrir þremur árum. EPA

Tólf ára drengur komst einn lífs af þegar lítil farþegavél hrapaði nærri landamærum Indónesíu og Papúa Nýju-Gíneu í gærkvöldi. Átta létust, þar af tveir áhafnarmeðlimir.

Myndir af staðnum sýna drenginn með meðvitund þar sem hann horfir í myndavél. Hann fannst á lífi í rústunum. Vélin var af gerðinni Pilatus, búin til í Sviss. Flugturn missti samband við vélina skömmu áður en hún átti að lenda á Oksibil-flugvellinum. Aðeins þrjú ár eru síðan farþegavél með 54 innanborðs hrapaði til jarðar á svipuðum slóðum. Enginn komst lífs af úr því slysi.

Rannsókn á orsök slyssins í gærkvöldi er framundan.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Ísrael

Netanja­hú hættir sem utan­ríkis­ráð­herra

Erlent

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Erlent

Leggja 200 prósent tolla á allar vörur frá Pakistan

Auglýsing

Nýjast

​For­maður ÍKSA lofaði upp í ermina á sér og harmar það

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Fimm létust í skot­á­rás á ferða­manna­stað í Mexíkó

Shamima fæddi barn í flótta­manna­búðunum

Auglýsing