Erlent

Ungur drengur lifði einn af flugslys

Níu voru um borð í lítilli farþegavél sem hrapaði í Indónesíu.

Frá björgunaraðgerðum fyrir þremur árum. EPA

Tólf ára drengur komst einn lífs af þegar lítil farþegavél hrapaði nærri landamærum Indónesíu og Papúa Nýju-Gíneu í gærkvöldi. Átta létust, þar af tveir áhafnarmeðlimir.

Myndir af staðnum sýna drenginn með meðvitund þar sem hann horfir í myndavél. Hann fannst á lífi í rústunum. Vélin var af gerðinni Pilatus, búin til í Sviss. Flugturn missti samband við vélina skömmu áður en hún átti að lenda á Oksibil-flugvellinum. Aðeins þrjú ár eru síðan farþegavél með 54 innanborðs hrapaði til jarðar á svipuðum slóðum. Enginn komst lífs af úr því slysi.

Rannsókn á orsök slyssins í gærkvöldi er framundan.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Hittust aftur eftir meira en sextíu ára aðskilnað

Erlent

Söng í sig hita og hélt sér á floti í tíu klukku­tíma

Erlent

Metfjöldi skráðra mislingatilfella í Evrópu

Auglýsing

Nýjast

Drápu kálffulla langreyði

Mikill viðbúnaður vegna hótunar í Mosfellsbæ

Kristín Soffía segir ástæðulaust að biðjast afsökunar

Mynd­band: Hnúfu­bakur dólar sér í Djúpinu

Jón Péturs­son nýr að­stoðar­maður Sig­mundar

Mikill fjöldi keyrði undir á­hrifum fíkniefna í júlí

Auglýsing