Erlent

Ungur drengur lifði einn af flugslys

Níu voru um borð í lítilli farþegavél sem hrapaði í Indónesíu.

Frá björgunaraðgerðum fyrir þremur árum. EPA

Tólf ára drengur komst einn lífs af þegar lítil farþegavél hrapaði nærri landamærum Indónesíu og Papúa Nýju-Gíneu í gærkvöldi. Átta létust, þar af tveir áhafnarmeðlimir.

Myndir af staðnum sýna drenginn með meðvitund þar sem hann horfir í myndavél. Hann fannst á lífi í rústunum. Vélin var af gerðinni Pilatus, búin til í Sviss. Flugturn missti samband við vélina skömmu áður en hún átti að lenda á Oksibil-flugvellinum. Aðeins þrjú ár eru síðan farþegavél með 54 innanborðs hrapaði til jarðar á svipuðum slóðum. Enginn komst lífs af úr því slysi.

Rannsókn á orsök slyssins í gærkvöldi er framundan.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Svíþjóð

Mik­ill við­bún­að­ur í Stokk­hólm­i vegn­a dufts í bréf­i

Erlent

Nítján látin eftir skotárás á Krím­skaga

Erlent

Hundruð biðu í röðum eftir löglegu kannabis

Auglýsing

Nýjast

Geitin komin á sinn stað

Lukku-Láki og vinir ekki undanskildir

Ekkert okur hjá H&M

Borgarbúar kjósa um rafrænt eftirlit og ýmsar umbætur í hverfum

Fyrstu kaup aldrei erfiðari

Vonar að hin frjálslyndari öfl á Alþingi þori að taka sig saman

Auglýsing