Innlent

Á annað þúsund ung­menni í skóla­verk­fall á Austur­velli

Mikill fjöldi ungmenna skrópuðu í skólanum og eru nú mætt á Austurvöll til þess að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda gegn loftslagsbreytingum.

Ungmennin gengu frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll. Fréttablaðið/Anton

Á annað þúsund ungmenna eru nú saman kominn á Austurvelli til þess að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda gegn loftslagsbreytingum. Ungmennin skrópa í skólanum í nokkra klukkutíma til þess að berjast fyrir framtíðinni og vilja að stjórnvald grípi til frekari aðgerða fyrir unhverfið. 

Mótmælt hefur verið fyrir framan Alþingi föstudaga en skólaverkfallið í dag er það stærsta til þessa þar sem er mótmælt í meira en hundrað löndum víðs vegar í heimi. 

Sjá einnig: Skólaverkföll í meira en hundrað löndum á morgun

Skólaverkfallið hófst hjá hinni sænsku Gretu Thunberg, sem leiddist aðgerðarleysi stjórnvalda og ákvað í stað þess að skrópa í skólanum og setjast í stað þessfyrir framan þinghúsið í Stokkhólmi og þrýsta á stjórnvöld að beita sér frekar gegn loftslagsbreytingum. Síðan Greta hóf sitt verkfall á síðasta ári hafa ungmenni fjölda annarra landa tekið undir með henni og mótmælt aðgerðarleysi stjórnvalda. Kröfur ungmennanna að því að Ísland taki af skarið, lýsi yfir neyðarástandi og láti að minnsta kosti 2.5 % af þjóðarframleiðslu renna beint til loftslagsaðgerða.

Ungmennin héldu mörg hver mótmælaspjöldum á lofti. Fréttablaðið/Anton

Samkvæmt umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tóku á annað þúsund ungmenna þátt í göngunni, sem hófst hjá Hallgrímskirkju á hádegi og lýkur á Austurvelli. Þar fara fram ræðuhöld, en markmið ungmennanna er að vekja athygli ráðamanna inni í þinghúsinu. 

Fréttablaðið/Anton Brink

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Svíþjóð

Greta Thun­berg til­nefnd til friðar­verð­launa Nóbels

Umhverfismál

Börn krefjast rót­tækra að­­gerða í lofts­lags­málum

Innlent

Tveir inn­lyksa á Hrafns­eyrar­heiði vegna snjó­flóða

Auglýsing

Nýjast

Drengirnir í Grindavík fundnir

Rann­saka fram­leiðslu­ferli Boeing 737 MAX vélanna

Þór­hildur Sunna: Tæta í sig MDE til „verndar hégóma Sig­ríðar“

Á­rásar­maðurinn í Utrecht hand­tekinn

My­space glataði öllum gögnum frá því fyrir 2016

Þingveislu frestað vegna verkfalla

Auglýsing