Innlent

Skólaverkföll í meira en hundrað löndum á morgun

Ungmenni í meira en hundrað löndum ætla í verkfall á morgun fyrir umhverfið. Krafan eru frekari aðgerðir gegn loftslagsbreytingum.

Frá skólaverkfalli fyrir umhverfið í síðasta mánuði.

Ungmenni í meira en hundrað löndum ætla að skrópa í skólann á morgun og ætla í staðin að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í umhverfismálum. Á Íslandi verður mótmælt, líkt og síðustu föstudaga, fyrir framan Alþingi. 

Skólaverkfall fyrir umhverfið hófst hjá hinni sænsku Gretu Thunberg, sem leiddist aðgerðarleysi stjórnvalda og ákvað í stað þess að mæta í skólann að setjast fyrir framan þinghúsið í Stokkhólmi og þrýsta á stjórnvöld að beita sér frekar gegn loftslagsbreytingum. Síðan Greta hóf sitt verkfall á síðasta ári hafa ungmenni fjölda annarra landa tekið undir með henni og mótmælt aðgerðarleysi stjórnvalda. 

Gert er ráð fyrir að verkfallið á morgun verði það stærsta til þessa og hafa skólaverkföll verið skipulögð í Evrópu, Ástralíu, Asíu og Bandaríkjunum. Verkfallið hér á landi hefst klukkan tólf á morgun snúa kröfur ungmennanna að því að Ísland taki af skarið, lýsi yfir neyðarástandi og láti að minnsta kosti 2.5 % af þjóðarframleiðslu renna beint til loftslagsaðgerða. 

Á sjöunda hundrað hafa boðað komu sína á mótmælin á Austurvelli á morgun og meira en þúsund hafa áhuga á viðburðinum. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Svíþjóð

Greta Thun­berg til­nefnd til friðar­verð­launa Nóbels

Innlent

„Við höfum ekki tíma til að bíða“

Innlent

Bóka­út­gef­endum blöskrar hljóð­bóka­sprenging

Auglýsing

Nýjast

Örlög Karadzic ráðast í dag

Á­rásar­maðurinn undir­búið árás á þriðja skot­markið

Lilja lítur fjarvistir alvarlegum augum

Hættir sem for­maður: „LÍV og VR hafa ekki átt sam­leið“

Vill að heims­byggðin berjist gegn ras­isma

Grunsamlegur maður kíkti inn í bifreiðar

Auglýsing