Ungmenni á Akranesi veiktist eftir að hafa neytt kannabisefnis í gegnum rafrettu í síðustu viku. Skessuhorn, fréttaveita Vesturlands, greinir frá. Aðilinn sem veiktist var fluttur á sjúkrahús í kjölfarið.

Efnið sem notað var heitir THC(tetrahýdrókannabínól), sem er virka efni kannabisplöntunnar. Efninu hafði verið blandað saman við rafrettuvökva og reykt í gegnum rafrettuna.

Lög­regl­unni á Suður­nesj­um bár­ust nokkr­ar flösk­ur af kanna­bis­vökva sem notaður var í rafrett­ur fyrir nokkru.

Sigvaldi Arnar Lárusson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, hefur áður varað við að börn niður í 13 ára séu farin að reykja rafrettur og að krakkar blandi kannabisvökva í annan rafrettuvökva til að fela lyktina.

Hann fullyrðir að hægt sé að kaupa kannabisvökva til að nota í rafrettur í gegnum sérstakar sölusíður á netinu.

Fréttablaðið greindi frá því í síðasta mánuði að lungna­sjúk­dómur hafa greinst hjá ung­lingi en grunur leikur á að veikindin tengist raf­rettu­notkun. Em­bætti land­læknis fylgist vel með far­aldri al­var­legra lungna­sjúk­dóma í Banda­ríkjunum sem taldir eru tengjast notkun á raf­rettum.