Óskað var eftir að­stoð lög­reglu vegna ung­menna sem voru til vand­ræða í verslunar­mið­stöð á höfuð­borgar­svæðinu í gær. Í skeyti frá lög­reglu kemur fram að hópurinn hafi haft í hótunum við öryggis­verði.

Lög­regla kom á vett­vang, reyndi að ræða við hópinn og vísa honum út en allt kom fyrir ekki. Þegar færa átti einn úr hópnum út réðst hann á lög­reglu­mann. Málið var af­greitt með að­komu for­eldra og barna­verndar, að því er segir í skeyti lög­reglu.

Lög­regla fékk svo til­kynningu um þjófnað í síma­fyrir­tæki í gær. Tveir menn voru sagðir hafa stungið vörum í vasa. Þeir voru svo sagðir hafa skilað ein­hverju en grunur lék á að þeir hefðu tekið eitt­hvað með sér án þess að greiða fyrir. Lög­regla bíður nú eftir upp­tökum úr mynda­véla­kerfi.

Þá var til­kynnt um um­ferðar­ó­happ þegar raf­magns­hlaupa­hjóli var ekið á bif­reið. Öku­maður hlaupa­hjólsins er grunaður um akstur undir á­hrifum og var hann hand­tekinn og færður á lög­reglu­stöð í sýna­töku. Hann var látinn laus að því loknu.

Loks var til­kynnt um konu sem féll af raf­hlaupa­hjóli. Hún var flutt á bráða­mót­töku Land­spítala með tölu­verða á­verka. Ekki liggja fyrir frekari upp­lýsingar um líðan hennar.