Til­kynnt var um tvö flug­elda­slys í Reykja­vík um hálf­átta­leytið í gær­kvöldi. Fyrst hlaut fimm­tán ára piltur hlaut and­lits­bruna eftir að flug­eldur sprakk framan í hann í Háa­leitis- og Bú­staðar­hverfi. Sjúkra­bíll flutti drenginn á bráða­deild til að­hlynningar.

Seinna slysið átti sér stað átta mínutum seinna er þrettán ára piltur í Hlíða­hverfi hlaut á­verka á hendi eftir að flug­eldur sprakk í hendi hans. Ung­lingurinn var fluttur með sjúkra­bíl á bráða­deild til að­hlynningar.

Þetta kemur fram í dag­bók lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu.

Lög­reglan hafði einnig af­skipti af 14 ára stúlku vegna vörslu fíkni­efna hálf­átta­leytið í gær­kvöldi. Málið var unnið með að­komu móður og til­­kynn­ingu til barna­vernd­ar.

Of margir gestir á vetingahúsi.

Um hálf­­níu­­leytið í gær­­kvöldi var veit­inga­hús í mið­bæ Reykja­vík­ur heim­­sótt þar sem til­­kynnt hafði verið um of marga gesti á staðnum. Um brot gegn sam­komu­banni var að ræða. Tvö hólf voru á staðnum en of marg­ir gest­ir í báðum hólf­um.

Þá urðu lög­­reglu­­menn vitni að um­­­ferðar­slysi í Kópa­vogi um klukk­an hálf­­tíu í gær­­kvöldi þegar öku­maður bif­­reiðar ók á ljósa­staur. Maður­inn er grunaður um ölv­un við akst­ur.