Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu fékk til­kynningu um ein­stak­linga sem þóttu grun­sam­legir við að bera hluti inn í bif­reið í Grafar­vogi í gær­kvöldi.

Í skeyti frá lög­reglu kemur fram að um hafi verið að ræða þrjá aðila sem allir eru undir lög­aldri, en þeir höfðu tekið gas­kúta ó­frjálsi hendi. Piltarnir eru einnig grunaðir um akstur án þess að hafa öðlast öku­réttindi. Málið var unnið í sam­ráði við for­eldra og verður barna­verndar­yfir­völdum gert við­vart.

Lög­regla fékk svo til­kynningu um þjófnað úr verslun í verslunar­mið­stöð í hverfi 103 í gær. Grunaðir í málinu reyndust vera undir sak­hæfis­aldri og var málið unnið í sam­ráði við for­eldra og barna­verndar­yfir­völdum gert við­vart.

Loks var til­kynnt um um­ferðar­ó­happ tveggja bif­reiða í Grafar­vogi. Engin meiðsli urðu á fólki en báðar bif­reiðar voru fluttar á brott með dráttar­bif­reið.