Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um einstaklinga sem þóttu grunsamlegir við að bera hluti inn í bifreið í Grafarvogi í gærkvöldi.
Í skeyti frá lögreglu kemur fram að um hafi verið að ræða þrjá aðila sem allir eru undir lögaldri, en þeir höfðu tekið gaskúta ófrjálsi hendi. Piltarnir eru einnig grunaðir um akstur án þess að hafa öðlast ökuréttindi. Málið var unnið í samráði við foreldra og verður barnaverndaryfirvöldum gert viðvart.
Lögregla fékk svo tilkynningu um þjófnað úr verslun í verslunarmiðstöð í hverfi 103 í gær. Grunaðir í málinu reyndust vera undir sakhæfisaldri og var málið unnið í samráði við foreldra og barnaverndaryfirvöldum gert viðvart.
Loks var tilkynnt um umferðaróhapp tveggja bifreiða í Grafarvogi. Engin meiðsli urðu á fólki en báðar bifreiðar voru fluttar á brott með dráttarbifreið.