Ungir um­hverfis­sinnar gáfu Sjálf­stæðis­flokknum of lága ein­kunn á kvarða sínum um stefnu­mál í um­hverfis­málum vegna mis­taka. Þetta hefur nú verið leið­rétt, að því er fram kemur ítil­kynningu frá sam­tökunum.

Áður höfðu Ungir um­hverfis­sinnar gefið Sjálf­stæðis­flokknum 5,3 stig af 100 mögu­legum. Nú hefur það verið leið­rétt og hlýtur flokkurinn 21 stig.

Í til­kynningu segjast sam­tökin harma mis­tökin og biðja Sjálf­stæðis­flokkinn af­sökunar. Segir að stjórn­mála­flokkunum hafi verið til­kynnt að þau gögn sem notuð yrðu við matið væru sam­þykktar stefnur og lands­fundar­á­lyktanir og kosninga­á­herslur.

Þá kemur fram að vegna mis­taka hafi einungis ný­sam­þykktar á­lyktanir mál­efna­nefnda af flokks­ráðs­fundi Sjálf­stæðis­flokksins verið teknar með í matið. Á­lyktun um­hverfis-og sam­göngu­nefndar frá lands­fundi flokksins árið 2018 voru ekki notuð til grund­vallar matsins. Sam­kvæmt UU hefur það nú verið leið­rétt og 15,7 stig bæst við stiga­fjölda flokksins.

Uppfærð stigagjöf Ungra umhverfissinna: