Ungir umhverfissinnar gáfu Sjálfstæðisflokknum of lága einkunn á kvarða sínum um stefnumál í umhverfismálum vegna mistaka. Þetta hefur nú verið leiðrétt, að því er fram kemur ítilkynningu frá samtökunum.
Áður höfðu Ungir umhverfissinnar gefið Sjálfstæðisflokknum 5,3 stig af 100 mögulegum. Nú hefur það verið leiðrétt og hlýtur flokkurinn 21 stig.
Í tilkynningu segjast samtökin harma mistökin og biðja Sjálfstæðisflokkinn afsökunar. Segir að stjórnmálaflokkunum hafi verið tilkynnt að þau gögn sem notuð yrðu við matið væru samþykktar stefnur og landsfundarályktanir og kosningaáherslur.
Þá kemur fram að vegna mistaka hafi einungis nýsamþykktar ályktanir málefnanefnda af flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins verið teknar með í matið. Ályktun umhverfis-og samgöngunefndar frá landsfundi flokksins árið 2018 voru ekki notuð til grundvallar matsins. Samkvæmt UU hefur það nú verið leiðrétt og 15,7 stig bæst við stigafjölda flokksins.
Uppfærð stigagjöf Ungra umhverfissinna:
