Ungir um­hverfis­sinnar gagn­rýna nýja við­auka í frum­varpi um­hverfis­ráð­herra um hollustu­hætti og mengunar­varnir sem fela í sér að dregið verði úr vægi starfs­leyfis-og skráningar­skyldu. Sam­tökin segja að það muni ekki einungis bitna á um­hverfinu heldur einnig jaðar­settum hópum í sam­fé­laginu sem séu í bágri stöðu til að verja hags­muni sína.

Í sam­tali við Frétta­blaðið segir Þor­gerður María Þor­bjarnar­dóttir, gjald­keri sam­takanna, að þau hafi fengið lítinn sem engan rök­stuðning frá ráðu­neytinu vegna málsins. Um er að ræða breytingar á við­aukum við lög um hollustu­hætti og mengunar­varnir.

Mark­mið þess frum­varps er sam­kvæmt greinar­gerðinni að ein­falda reglu­verk varðandi heilsu og um­hverfis­vernd.

Ætlað að hafa já­kvæð á­hrif á at­vinnu­rekstur

Ungir um­hverfis­sinnar lýsa hins vegar yfir þungum á­hyggjum af breytingum frum­varpsins á við­aukum laganna. Í frum­varpinu er lagt til að fækka flokkum starf­semi sem þarf starfs­leyfi eða skráningar­skyldu eins og áður segir. Í þeim til­vikum þurfi fyrir­tæki ekki lengur að sækja um starfs­leyfi eða skrá starf­semina og vera háð reglu­legu eftir­lit.

„Frum­varpið mun hafa já­kvæð á­hrif á þann at­vinnu­rekstur sem verður ekki lengur krafinn um starfs­leyfi eða skráningu at­vinnu­rekstrar,“ segir á vef Al­þingis.

Þor­gerður segir hins vegar að af­nám eftir­litsins með ýmissi starf­semi hafi á engan hátt verið rök­studd af ráðu­neytinu. Erfitt hafi reynst Ungum um­hverfis­sinnum að fá frekari upp­lýsingar og svör vegna málsins.

Fólk geti ekki kynnt sér gögnin

„Frum­varpið kemur til með að af­nema út­t­tektar­skyldu og starfs­leyfis­skyldu á ýmsum hlutum sem eru al­mennings­salerni, dag­vistun fyrir fatlaða, dag­vistun fyrir börn og bú­setu­svæði fyrir tíma­bundna verka­menn, til dæmis. Það eru margir hlutir á listanum. Auk þess er eftir­lit með ýmissi starf­semi af­numið án þess að það sé til­greint í frum­varpinu, líkt og kemur fram í við­bótar­um­sögn UU sem nálgast má á vef Al­þingis. Í frum­varpinu er vísað í á­hættu­mat sem ekki er auð­velt að nálgast.“ segir Þor­gerður.

Að­dragandinn að frum­varpinu hafi verið mjög lé­legur. „Við höfum í­trekað beðið um gögn og fengið til dæmis að sjá þetta á­hættu­mat en það fjallar í raun ekki um hvort það þurfi út­t­tekt heldur hversu oft sé farið í eftir­lit.

Við höldum bara að það geti haft mjög nei­kvæð á­hrif á heilsu fólks og náttúruna að af­nema starfs­leyfis­skyldu fyrir þessa hluti og teljum það mikil­vægan hluta af heil­brigðis­eftir­liti að veita að­hald og fag­lega ráð­gjöf fyrir fólk svo það þurfi ekki að finna þetta allt út sjálft.“

Hún segir sam­tökin skilja að ráðu­neytið vilji ein­falda stjórn­sýsluna. „Okkur þykir þetta hins vegar ekki vera rök­stutt. Það er ekki vísað í nein við­eig­andi gögn og við getum ekki kynnt okkur hvað liggur að baki, getum hvorki verið sam­mála né ó­sam­mála. Það er til dæmis vísað í starfs­hóp sem var skipaður í maí 2019 en það fylgir ekki með hver var í þeim starfs­hópi eða hverju hann skilaði af sér,“ segir Þor­gerður. Þetta þarf allt að vera ljóst áður en Al­þingi breytir þessum lögum.