Sam­band ungra sjálf­stæðis­manna (SUS) munu bjóða djamm­þyrstum Ís­lendingum upp á frítt skutl úr mið­bænum í kvöld á milli 22 og 1. Í til­kynningu frá SUS kemur fram að gjörningurinn sé gerður „vegna for­dæma­lauss á­stands á leigu­bíla­markaðnum“.

„Skapast hefur neyðar­á­stand á leigu­bíla­markaðnum á Ís­landi. Stórt gat þarf að fylla en stjórn­völd boða al­gjörar lág­marks­að­gerðir. Þetta á­stand býður uppá að ein­staklingar bíða einir í yfir klukku­tíma eða taka raf­hlaupa­hjól ölvuð úr bænum, keyra undir á­hrifum á­fengis og skutlara­menningin stækkar með til­heyrandi hættu - sér­stak­lega fyrir ungar konur,“ segir í til­kynningu sam­bandsins.

Ís­land eftir­bátur annarra ríkja

Nú­verandi leigu­bíla­lög­gjöf er frá 2001 og að sögn SUS hafa lögin lítið breyst þrátt fyrir miklar tækni­fram­farir í geiranum og Ís­land orðið eftir­bátur annarra ríkja í að stuðla að eðli­legri sam­keppni og at­vinnu­frelsi. SUS segjast því ætla að leggja sitt af mörkum til að berjast fyrir um­bótum.

„Við ætlum að bjóða mið­bæjar­gestum uppá skutl án endur­gjalds en tökum á móti frjálsum fram­lögum til að safna fyrir túlk­þjónustu til að auka að­gengi er­lendra aðila að leigu­bif­reiða­markaðinum. En aðilar sem vilja sækja sér leyfi til að stunda leigu­bif­reiða­akstur þurfa að sækja nám­skeið og þreyta próf. Nám­skeiðið og prófið er að­eins haldið á ís­lensku og ekki er greitt fyrir túlk. Sem er enn einn tak­markandi þátturinn í nú­verandi kerfi.“

Skora á ráð­herra

Að lokum skora sjálf­stæðis­menn á Sigurð Inga Jóhanns­son, inn­viða­ráð­herra, að svara kallinu og „færa lög­gjöfina á 21. öldina“. En ráð­herra lagði ný­lega fram frum­varp um að fjölga at­vinnu­leyfum fyrir leigu­bif­reiða­akstur um hundrað á höfuð­borgar­svæðinu og Suður­nesjum.

Daníel Orri Einars­son, for­maður Frama fé­lags leigu­bif­reiða­stjóra, hefur þó gefið lítið fyrir gagn­rýni á kerfið eins og það er í dag og telur hags­muni neyt­enda best borgið með nú­verandi lög­gjöf.