Ungir sjálf­stæðis­menn gagn­rýna sótt­varnar­að­gerðir ríkis­stjórnarinnar í yfir­lýsingu sem stjórn SUS sendi frá sér rétt í þessu. Þar lýsa þeir yfir „gríðar­legri ó­á­nægju með nýs­ettar sam­komu­tak­markanir og 10 manna sam­komu­bann“ og spyrja jafn­framt hvort frelsi sé for­réttindi.

Stjórn SUS telja stjórn­völd ekki hafa sýnt nógu vel fram á að staða far­aldursins hér á landi rétt­læti nú­gildandi sótt­varnar­reglur en undan­farnar tvær vikur hafa verið að greinast yfir 1000 smit á dag og er ný­gengi innan­lands­smita ný 4.210 á 100.000 íbúa.

„Að­stæður eru allt aðrar í dag en þegar 10 manna sam­komu­bann var síðast í gildi. Þjóðin er full­bólu­sett gegn nýju og mun vægara af­brigði sem fylgir mun lægri inn­lagnar­tíðni, en í dag liggja að­eins 0,05% smitaðra inni á Land­spítala með Co­vid-19,“ segir í yfir­lýsingunni.

Þá telur SUS að ekki hafi verið tekið til­lit til annarra mikil­vægra sam­fé­lags­legra þátta þegar sett var á tíu manna sam­komu­bann á borð við and­leg efna­hags­leg og fé­lags­leg á­hrif um­ræddra tak­markana. Að mati Ungra sjálf­stæðis­manna er eina leiðin að sýna fram á að fullar af­léttingar séu endan­legt mark­mið.

„Sú sam­staða, sem byggðist upp á sam­eigin­legum ótta við veiru sem enginn vissi ná­kvæm­lega hvaða á­hrif hefði á fólk, fæst ekki aftur. Eina leiðin til þess að ná víð­tækri sam­stöðu að nýju er að sýna það í verki að mark­miðið sé að af­létta tak­mörkunum.“

Yfir­lýsingu Sam­bands Ungra sjálf­stæðis­manna má lesa í heild sinni hér að neðan.

Er frelsi for­réttindi?

Stjórn SUS lýsir yfir gríðar­legri ó­á­nægju með nýs­ettar sam­komu­tak­markanir og 10 manna sam­komu­bann. Að mati SUS hafa stjórn­völd ekki sýnt nægi­lega fram á að svo strangar tak­markanir séu í sam­ræmi við stöðu far­aldursins þrátt fyrir fjölda smita. Að­stæður eru allt aðrar í dag en þegar 10 manna sam­komu­bann var síðast í gildi. Þjóðin er full­bólu­sett gegn nýju og mun vægara af­brigði sem fylgir mun lægri inn­lagnar­tíðni, en í dag liggja að­eins 0,05% smitaðra inni á Land­spítala með Co­vid-19.

SUS telur að aðrir mikil­vægir sam­fé­lags­legir þættir hafi ekki verið teknir til skoðunar við á­kvörðun um sam­komu­bann, svo sem and­leg, efna­hags­leg og fé­lags­leg á­hrif frelsis­skerðinga sem hljóta að vega þungt þegar næstum tvö ár eru liðin frá því að fyrstu tak­markanir voru settar vegna veirunnar og enginn endir virðist vera í aug­sýn. Þá hafi ekki verið tekið nauð­syn­legt til­lit til að­stæðna ungs fólks sem hefur þurft að færa mjög miklar fórnir á undan­förnum tveimur árum en ekki er út­séð hvaða lang­varandi á­hrif það mun hafa.

SUS hefur þó í fyrri á­lyktunum bent á alla þessa þætti og mót­mælt að­gerðum stjórn­valda þegar til­efni hefur verið til en mætt daufum eyrum þeirra. Þrátt fyrir að ekki sé hlustað er vert að benda á nokkra hluti. Það vita það allir sem fara út á meðal manna að þessar hertu reglur eru nú að­eins hárs­breidd frá því að vera einungis í orði stjórn­valda en endur­speglast ekki í at­höfnum al­mennings.

Sú sam­staða, sem byggðist upp á sam­eigin­legum ótta við veiru sem enginn vissi ná­kvæm­lega hvaða á­hrif hefði á fólk, fæst ekki aftur. Eina leiðin til þess að ná víð­tækri sam­stöðu að nýju er að sýna það í verki að mark­miðið sé að af­létta tak­mörkunum. Það er hægt sé skyn­semi og hóf­semi beitt í á­kvörðunar­töku varðandi frelsis­skerðandi að­gerðir.

Þrátt fyrir að heil­brigðis­ráðu­neytið sé í höndum Fram­sóknar­flokksins þá er Sjálf­stæðis­flokkurinn stærsti flokkurinn sem myndar þessa ríkis­stjórn. Stjórn SUS neitar að trúa því að ráð­herrar flokksins láti bjóða sér þessa stöðu mikið lengur. En þetta höfum við þó verið að benda á um nokkurt skeið. Við í­trekum því á­skorun okkar, enn einu sinni, á ráð­herra Sjálf­stæðis­flokksins að standa með frelsinu.

Full­bólu­sett þjóð, með inn­lagnar­hlut­fall sem nemur 0,05% getur ekki látið bjóða sér 10 manna sam­komu­tak­markanir tveimur árum eftir að veiran kom til landsins. Frelsi, hvort sem er til at­hafna, ferða eða funda, er ekki for­réttindi. Frelsi í sam­fé­lagi manna er grund­vallar mann­réttindi.