„Ég fylgist mikið með fuglum og fer út um allt,“ segir Jóhannes Birgir Guðvarðarson, áhugaljósmyndari sem hefur fylgst með laup hrafna í þrjú ár í Grafarvoginum. Hann vill ekki gefa upp hvar það er nákvæmlega svo fuglinn fái frið.

„Núna kíkti ég í byrjun apríl á laupinn á svipuðum stað og sá að krummarnir höfðu komið aftur. Ég tók myndir fyrst þegar eggin voru óklakin, kíkti síðan vikulega þangað til að eggin voru klakin og tók þá nokkrar myndir af ungunum,“ segir Jóhannes sem hefur í þrjú ár fylgst með laup hrafnsins.

Hrafninn er einn af einkennisfuglum íslenskrar náttúru og það má segja að hann sé einn af fáum staðfuglum landins þar sem hann er hér yfir allt árið.

Hér að neðan má sjá í spilaranum, nýfædda unga hrafnsins. Jóhannes Birgir náði þessu á mynd.

Það er merkilegt að sjá nýja hrafna verða til.
Mynd / Jóhannes Birgir Guðvarðarson