Sam­kvæmt nýrri rann­sókn vísinda­manna við Há­skóla Ís­lands og Land­spítala er tíðni endur­sýkinga Omíkron-af­brigðis Co­vid-19 hæst hjá aldurs­hópnum 18 til 29 ára. Greinin var birt hjá Jama Network Open.

Á þeim tíma sem af­brigðið geisaði sem hæst voru tólf prósent greindra til­fella endur­sýkingar. Hjá ungu fólki var hlut­fallið rúmlega fimmtán prósent.

Til rann­sóknar voru á tólfta þúsund til­felli sýkinga. Líkur á endur­sýkingu aukast með tímanum sem líður frá fyrri sýkingu. Þá var tíðni endur­sýkinga ör­lítið hærri hjá þeim sem höfðu fengið tvo eða fleiri skammta bólu­efnis en þeirra sem höfðu fengið einn eða færri.

Höfundar greinarinnar telja að endur­sýkingar séu fleiri en upp­haf­lega var búist við. Næsta verk­efni sé að rann­saka að hversu miklu leyti Omíkron-sýking verndar fyrir annarri Omíkron-sýkingu eða öðrum af­brigðum veirunnar.