Ungir bræður í Mis­souri í Banda­ríkjunum, sex og sjö ára, létust þegar þeir veltu bif­reið sem þeir tóku ó­frjálsri hendi síð­degis á föstu­dag. Bif­reiðin var í eigu ömmu bræðranna.

Í frétt NBC News kemur fram að slysið hafi átt sér stað skammt austur af Kansas City, fjöl­mennustu borg Mis­souri-ríkis. Eldri bróðirinn var undir stýri en sá yngri sat í far­þega­sætinu við hliðina á honum.

Svo virðist vera sem piltarnir hafi ekið bif­reiðinni yfir akur og um sveita­veg skammt frá heimili ömmu þeirra. Eldri bróðirinn missti stjórn á bif­reiðinni, ók á tré áður en bíllinn valt og endaði á hvolfi. Eldur kom upp í bif­reiðinni, sem var af gerðinni Buick LaCrosse.

Bræðurnir voru úr­skurðaðir látnir á vett­vangi en nöfn þeirra hafa ekki verið gerð opin­ber.

Andy Bell, full­trúi lög­reglu, segir að um mikinn harm­leik sé að ræða og sem betur fer sé það afar fá­títt að svona mál rati inn á borð lög­reglu. Lög­regla rann­sakar nú málið og beinist rann­sóknin meðal annars að því hvernig piltarnir komust yfir lyklana að bif­reiðinni og komust ó­séðir í burtu.