Ung­barnið sem fannst grafið lifandi í leir­pott í Ind­landi síðast­liðinn októ­ber hefur nú náð sér að fullu en þetta kemur fram í frétt BBC um málið. Barnið hafði verið grafið í um eins metra dýpt og fannst fyrir til­viljun þegar annar maður var að grafa sína eigin dóttur.

Að sögn Ravi Khanna, læknisins sem hefur séð um stúlku­barnið frá því í októ­ber, hefur hún nú þyngst og andar eðli­lega en hún var í lífs­hættu þegar hún var færð á spítala. Þá var talið að hún hafi einungis verið um þrjá­tíu vikna gömul þegar hún fannst og var að­eins um kíló að þyngd. Nú er hún aftur á móti um 2,5 kíló og virðist vera heil­brigð að öllu leyti.

Að sögn Ravi Khanna, læknisins sem hefur séð um stúlku­barnið frá því í októ­ber, hefur hún nú þyngst og andar eðli­lega en hún var í lífs­hættu þegar hún var færð á spítala. Þá var talið að hún hafi einungis verið um þrjá­tíu vikna gömul þegar hún fannst og var að­eins um kíló að þyngd. Nú er hún aftur á móti um 2,5 kíló og virðist vera heil­brigð að öllu leyti.

Höfðuðu sakamál gegn „ó­þekktum aðilum“

Hversu lengi stúlkan var grafinn í pottinum er ekki vitað en Khanna sagði í sam­tali við BBC að hann teldi að stelpan hafi verið í leir­kerinu í þrjá til fjóra daga. Aðrir sér­fræðingar telja þó að hún hafi einungis verið grafin í nokkra klukku­tíma.

Læknirinn Ravi Khanna með stúlkubarninu.
Mynd/Ravi Khanna

Eftir að stúlkan fannst höfðaði lög­reglan í Ind­landi saka­mál gegn „ó­þekktum aðilum“ og hófu leit að for­eldrum barnsins. Í sam­tali við blaða­menn eftir að barnið fannst sagði Ab­hinandan Sing­h, em­bættis­maður lög­reglu, að barnið hafi lík­legast verið grafið með sam­þykki for­eldranna.

For­eldrar barnsins hafa enn sem komið er ekki gefið sig fram til lög­reglu en málið hefur vakið mikla at­hygli í Ind­landi. Þrátt fyrir að lög­regla hafi ekki gefið út neinar mögu­legar á­stæður fyrir því að barnið var grafið þá er kynja­hlut­fall í Ind­landi meðal því versta í heiminum og er litið á stúlku­börn sem fjár­hags­lega byrði.