Ungbarn er meðal þeirra sextán sjúklinga sem liggja inni á Landspítala vegna Covid-19.

Þetta kemur fram á vef Landspítalans.

Alls eru átta óbólusettir, þar á meðal barnið. Fjórir liggja á gjörgæslu, þrír þeirra eru í öndunarvél og þar af einn í hjarta- og lungnavél einnig. Meðalaldur inniliggjandi er 50 ár.

Nú eru 937 smitaðir sjúklingar í Covid göngudeild spítalans, þar af 224 börn. Í gær voru 72 fullorðnir skráðir og 21 barn.

Spítalinn er á óvissustigi sem stendur en það er fyrsta viðbragðsstigið af þremur.

Frá upphafi fjórðu bylgju sem hófst 30. júní 2021, hafa 157 innlagnir verið á Landspítala vegna Covid-19.