Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði segir það vera rauðan þráð í framboðsmálum flokkanna að ungar konur ryðji burt körlum, en athygli veki hve margir sitjandi þingmenn frá lélegt brautargengi. Rætt er við Grétar Þór á Fréttavaktinni í kvöld að norðan.

Fréttavaktina má horfa á í spilaranum hér að ofan

Hægrimenn nota alltaf sömu aðferðirnar til að hækka skatta og álögur á fólkið í landinu, segja tveir nýir frambjóðendur Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir, í Reykjavíkurkjördæmi og Valgarður Lyngdal Jónsson í Norðvestur kjördæmi. Þau telja núverandi hægristjórn „stórhættulega“ fyrir velferðarkerfið.

Frambjóðendur stjórnmálaflokkanna nýta sér æ meira fésbókina til að afla sér fylgir – og þar eru enda meiri og fleiri persónuupplýsingar um mig og þig en margur kann að ætla. Vigdís Sigríður Jóhannesdóttir persónuverndarsérfræðingur fer yfir þetta á Fréttavaktinni.