Zara Rutherford, 19 ára stúlka, lenti í gær á Reykjavíkurflugvelli en hún er á ferðalagi hringinn í kringum hnöttinn.

Takist Rutherford ætlunarverk sitt verður hún yngsta konan sem flýgur einsömul í kringum hnöttinn. Fyrra metið á Shaesta Waiz, sem var þrítug þegar hún fór ferðina árið 2017. Rutherford lagði af stað frá Belgíu í gær, flaug til Englands, þaðan til Skotlands og lenti svo í Reykjavík síðdegis.
Hún stefnir að því að koma aftur til Belgíu 4. september.

Erlendir miðlar hafa fjallað mikið um Rutherford að undanförnu. CNN, The Guardian og BBC hafa skrifað stórar greinar um hana. Þar kemur fram að hún vilji hvetja stelpur til að láta drauma sína rætast. Þetta sé hennar draumur en foreldrar hennar eru báðir flugstjórar og fékk hún flugmannsréttindi árið 2020