Erlent

Þung umferð frá austurströndinni

Þung umferð er frá austurströnd Bandaríkjanna þar sem íbúar eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir komu fellibylsins Flórens. Eins og stendur er fellibylurinn af stærð fjögur og gert er ráð fyrir að hann skelli á austurströndinni af hörku á föstudaginn.

Íbúar í Norður-Karólínu undirbúa sig fyrir storminn með því að negla viðarplötum fyrir glugga íbúðarhúsa. Fréttablaðið/EPA

Yfirvöld í ríkjum við austurströnd Bandaríkjanna vara nú íbúa á svæðinu við því að við því að það styttist í komu fellibylsins Flórens sem mun að öllum líkindum skella af hörku á ströndina á föstudaginn. Íbúar hafa verið í óða önn að undirbúa sig fyrir komu fellibylsins síðustu daga, meðal annars með því að fylla poka með sandi og fjárfesta í rafhlöðum, dósamat og vasaljósum.

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Norður- og Suður-Karólínu og Virginíu. Meira en 1.7 milljón manns hafa yfirgefið heimili sín og hafa íbúar sem búsettir eru nær ströndinni verið ráðlagt að færa sig inn í landið. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu er umferð farin að þyngjast og hafa yfirvöld á svæðinu brugðið á það ráð að snúa umferð á nokkrum stærstu hraðbrautunum þannig að einungis sé hægt að aka í eina átt, burt frá ströndinni.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur nýtt sér samfélagsmiðla til þess að vara við storminum og undirritaði í gær tilskipanir til þess að bæði ríkin hefðu aðgang að alríkisfé og gætu betur búið sig undir væntanlegar hamfarir.

Jeff Byard, aðstoðarframkvæmdarstjóri almannavarnarstofnunarinnar FEMA, lét hafa eftir sér að Flórens muni ekki rétt strjúkast við austurströndina, heldur skella beint á hana. „Við erum að undirbúa okkur fyrir tortímingu,“ sagði Byard í gær.

Flórens er flokkaður sem fjórða stigs fellibylur en fimm er alvarlegastur. Vindhraði nemur nú 60 metrum á sekúndu og er enn að aukast. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Angela Merkel gagn­rýnir ein­angrunar­hyggju Banda­ríkjanna

Erlent

Fara fram á þungan dóm yfir fyrr­verandi kosninga­stjóra Trump

Erlent

Á­rásar­maðurinn myrti fimm manns á vinnu­staðnum

Auglýsing

Nýjast

Heiðraði minningu ömmu sinnar í Vancou­ver á hjartnæman hátt

Fór illa út úr hruninu en vann 45 milljónir í vikunni

Reyndi að borða flug­miðann sinn

Fínt vetrar­veður fram eftir degi en hvessir í kvöld

Leiðar­vísir að Kata­lóna­réttar­höldunum

Réðist á gesti og starfs­fólk

Auglýsing