Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins og oddviti í Reykjavíkurkjördæmi suður, kemst inn á Alþingi samkvæmt nýjustu tölum úr kjördæminu.

Hún dettur nú inn sem jöfnunarþingmaður eftir Miðflokkurinn náði 5 prósenta markinu sem þar til að geta fengið úthlutað jöfnunarþingsæti.

„Ég er mjög glöð en staðan getur breyst fljótt,“ segir Fjóla Hrund í samtali við Fréttablaðið.

„Ég þekki það í minni stjórnmála fortíð að það sé of snemmt að fagna en auðvitað kemur þetta skemmtilega á óvart.“

Segist hún ætla að fylgjast með í alla nótt, spennt eftir næstu tölum.

„Ég býst ekki við að sofna fljótlega,“ segir hún en Fjóla hefur áður verið í svipaðri stöðu, þar sem hún dettur inn og út yfir kosninganóttina.

„Ég held að það væri bara mjög gott að fá unga konu inn á þing fyrir Miðflokkinn. Það væri sterkt fyrir flokkinn að fá inn unga konu þannig ég vona að þetta haldist út allan tímann.“