Tuttugu og fjögurra ára gömul kona fannst látin í bíl í sjónum við Amager strönd í Danmörku í dag. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar í Kaupmannahöfn.

Lögreglan hafði lýst eftir konunni aðfaranótt sunnudags.

Þá er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti og hefur kærasti konunnar verið handtekinn og ákærður fyrir morðið.

Lögreglan segir að enn sé of snemmt að greina frá dánarorsök.

„Við höfum handtekið kærasta hinnar látnu og ákært hann fyrir morð. Enn sem komið er, er of snemmt að greina nánar frá málinu þar sem þörf er á frekari rannsókn,“ segir Brian Belling aðstoðarlögreglustjóri rannsóknardeildarinnar í Kaupmannahöfn, .