Ung kona fannst látin í íbúð sinni í fjölbýlishúsi á Akureyri í gærmorgun. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá þessu.

Einn maður var handtekinn vegna málsins, að því er fram kemur í stöðuuppfærslu en rannsókn málsins beinist að því að upplýsa hvenær og hvernig andlátið átti sér stað.

Dánarorsök konunnar liggur ekki fyrir. Maðurinn sem hefur verið handtekinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. október. Hann er talinn hafa verið á vettvangi þegar konan lést.

„Lögreglan á Norðurlandi eystra getur ekki gefið frekari upplýsingar um málavexti meðan fyrstu aðgerðir rannsóknarinnar standa enn yfir.“