Innlent

Ung kona fannst látin á Akureyri: Einn handtekinn

Dánarorsök liggur ekki fyrir en unnið er að því að finna út hvenær konan lést og hvað dró hana til dauða.

Frá Akureyri. Fréttablaðið/Auðunn

Ung kona fannst látin í íbúð sinni í fjölbýlishúsi á Akureyri í gærmorgun. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá þessu.

Einn maður var handtekinn vegna málsins, að því er fram kemur í stöðuuppfærslu en rannsókn málsins beinist að því að upplýsa hvenær og hvernig andlátið átti sér stað.

Dánarorsök konunnar liggur ekki fyrir. Maðurinn sem hefur verið handtekinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. október. Hann er talinn hafa verið á vettvangi þegar konan lést.

„Lögreglan á Norðurlandi eystra getur ekki gefið frekari upplýsingar um málavexti meðan fyrstu aðgerðir rannsóknarinnar standa enn yfir.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ríkið bótaskylt vegna vinnuslyss á Landspítalanum

Innlent

Upp­sögn eftir 44 ára starf dæmd ó­lög­mæt

Innlent

Mikilvægt að fá botn í málið sem fyrst

Auglýsing

Nýjast

Tesla kaupir trukkafyrirtæki til að hraða afhendingu

„Svartur dagur fyrir blaða­mennsku“

Kínverjar velja lengri gerðir bíla

Stjórnvöld bregðast við lyfjaskorti

Salka vinnur að Brexit stefnu­mótun: „Þetta verður tæpt“

Flugvél Southwest rakst á kyrrstæða vél WOW

Auglýsing