Innlent

Ung kona fannst látin á Akureyri: Einn handtekinn

Dánarorsök liggur ekki fyrir en unnið er að því að finna út hvenær konan lést og hvað dró hana til dauða.

Frá Akureyri. Fréttablaðið/Auðunn

Ung kona fannst látin í íbúð sinni í fjölbýlishúsi á Akureyri í gærmorgun. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá þessu.

Einn maður var handtekinn vegna málsins, að því er fram kemur í stöðuuppfærslu en rannsókn málsins beinist að því að upplýsa hvenær og hvernig andlátið átti sér stað.

Dánarorsök konunnar liggur ekki fyrir. Maðurinn sem hefur verið handtekinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. október. Hann er talinn hafa verið á vettvangi þegar konan lést.

„Lögreglan á Norðurlandi eystra getur ekki gefið frekari upplýsingar um málavexti meðan fyrstu aðgerðir rannsóknarinnar standa enn yfir.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Aron og Hekla vinsælustu nöfnin 2018

Innlent

Listamenn segja Seðlabankann vanvirða listina með púrítanisma

Innlent

Vegagerðin „afturkallar“ óveðrið

Auglýsing

Nýjast

Flestir læknar upp­lifa truflandi van­líðan og streitu

Tómas segir rafrettum beint að börnum

Hægt að skilja um­búðirnar eftir til endur­vinnslu

Komu upp um þurr­mjólkursmygl

Stormur í aðsigi í dag: Ófærð og slæmt skyggni

Reglugerð ekki verið sett í sex ár

Auglýsing