For­svars­menn Sam­skipa undrast það að Efling skuli beina fyrir­huguðum verk­falls­að­gerðum einungis að einu fyrir­tæki á flutninga­markaði. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Sam­skipum.

Eins og fram hefur komið til­kynnti Efling fyrr í dag að sam­þykkt hefðu verið verk­falls­boðanir í gær sem annars­vegar taka til fleiri starfs­manna hótel­keðja og hinsvvegar til bíl­stjóra flutninga­bíla og olíu­dreifingar.

For­svars­menn Sam­skipa vonast til þess að ekki komi til verk­falls en undrast það að Efling skuli beina að­gerðum sínum að einungis einu fyrir­tæki á flutninga­markaði, að því er segir í til­kynningunni.

Þá kemur þar fram að unnið sé að því að draga úr á­hrifum á þjónustu við við­skipta­vini Sam­skipa komi til verk­falls. At­kvæða­greiðsla um verk­fallið hefst á há­degi næst­komandi föstu­dag og stendur til klukkan 18:00 á þriðju­dag

Segjast for­svars­menn Sam­skipa að lokum ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Kjara­við­ræður við Eflingu séu í höndum Sam­taka at­vinnu­lífsins.

Til­kynning Sam­skipa í heild sinni:

Samninga­nefnd Eflingar stéttar­fé­lags sam­þykkti á fundi sínum í gær verk­falls­boðanir sem taka annars vegar til starfs­manna hótel­keðjunnar Berja­ya Hot­els og hótelsins The Reykja­vík Edition og hins vegar til bíl­stjóra flutninga­bif­reiða og til olíu­dreifingar.

Hjá Sam­skipum tekur verk­falls­boðunin til aksturs flutninga­bif­reiða sem gerður er út frá höfuð­stöðvum fyrir­tækisins í Reykja­vík.

For­svars­menn Sam­skipa vonast til þess að ekki komi til verk­falls en undrast það að Efling skuli beina að­gerðum sínum að einungis einu fyrir­tæki á flutninga­markaði.

At­kvæða­greiðsla um verk­fallið hefst á há­degi næst­komandi föstu­dag og stendur til klukkan 18:00 á þriðju­dag. Verði boðun verk­fallanna sam­þykkt hefst vinnu­stöðvun á há­degi 15. febrúar. Unnið er að því að draga úr á­hrifum á þjónustu við við­skipta­vini Sam­skipa komi til verk­falls.

Kjara­við­ræður við Eflingu eru í höndum SA og munu for­svars­menn Sam­skipa ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.