Fréttir

Ásta: „Við tilkynntum þeim að við værum hætt“

Ásta í Dalsmynni segir að engin ræktun fari fram á bænum. Hún segist þó halda fjóra til fimm heimilishunda.

Ásta hlúir að hundum á Dalsmynni. Myndin var tekin fyrir allmörgum árum. Fréttablaðið/GVA

Ásta Sigurðardóttir, eigandi hundaræktarinnar að Dalsmynni, segir í samtali við Fréttablaðið að þau hafi sjálf tilkynnt Matvælastofnun, fyrr í vor, að hundaræktunin hafi verið lögð niður. „Það erum við sem tilkynntum þetta. Ég veit ekki hvers vegna þeir eru að rjúka með þetta í blöðin,“ segir hún.

Matvælastofnun sendi í morgun frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að hundaræktuninni að Dalsmynni yrði lokað vegna skorts á úrbótum.

Sjá einnig: Matvælastofnun ákveður að loka Dalsmynni

Ásta segist hafa falið endurskoðanda félagsins að senda Matvælastofnun bréf, í febrúar eða mars, þar sem tilkynnt var að starfseminni hefði verið hætt. „Við tilkynntum þeim að við værum hætt með ræktunina og kennitalan lögð niður.“

Spurð hvort hún haldi hunda að Dalsmynni segist hún halda fjóra til fimm heimilishunda. „Það hefur alltaf blásið á móti okkur síðan við byrjuðum,“ segir hún við blaðamann og bætir við að þau hjónin séu komin á áttræðisaldur. Þau séu hætt. „Ég er svo hissa,“ segir hún um tilkynningu Matvælastofnunar.

Ásta segir að hún muni halda áfram að hjálpa fólki að selja hundana sína í gegn um heimasíðu sína. En ræktuninni hafi verið lokað. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Verðandi foreldrar geti andað léttar

Innlent

Var að taka fram­úr þegar áreksturinn varð

Innlent

Mót­mæla af­sökunar­beiðni Stein­gríms til Kjærs­ga­ar­d

Auglýsing

Nýjast

Björguðu Hvítu hjálmunum frá Sýr­landi

Stuðnings­hópur ljós­mæðra slær sam­stöðu­fundi á frest

Hildur Knúts­dóttir sagði skilið við VG

Hand­tekinn fyrir brot á vopna­lögum og líkams­á­rás

Leituðu konu sem hafði aðeins tafist á göngu

30 látnir í mikilli hitabylgju í Japan

Auglýsing