Samningur Ís­lands um bólu­efni við Moderna og viðbótar­samningur um bólu­efni frá Pfizer voru undir­ritaðir í heil­brigðis­ráðu­neytinu í dag. Þegar hefur verið greint frá því að samningarnir væru í höfn en samningurinn við Moderna tryggir Ís­lendingum 128 þúsund bólu­efna­skammta og við­bótar­samningurinn við Pfizer tryggir 80 þúsund skammta til við­bótar við fyrri samning.

Í heildina fá Ís­lendingar bólu­efni frá Pfizer sem dugir fyrir 125 þúsund ein­stak­linga og má gera ráð fyrir að skammtarnir 128 þúsund frá Moderna dugir fyrir 64 þúsund manns.

Búist er við því að nokkuð stutt sé í að hægt verði að nota bólu­efni Moderna, sem hefur þegar fengið markaðs­leyfi í Banda­ríkjunum. Lyfja­stofnun Evrópu er með efnið til skoðunar og er gert ráð fyrir að stofnunin mæli með leyfi þess snemma í janúar.

Mat stofnunarinnar er for­senda markaðs­leyfisins en Moderna á­ætlar að geta hafið af­hendingu bólu­efna á fyrsta árs­fjórðungi næsta árs.

Bóluefni fyrir

Ís­land hefur einnig skrifað undir samninga við fram­leið­endurna Astra Zene­ca, sem tryggir bólu­efni fyrir 115 þúsund ein­stak­linga, og Jans­sen, sem tryggir bólu­efni fyrir 235 þúsund ein­stak­linga. Fasa III í prófnum á efni Astra Zene­ca er þegar lokið og er beðið eftir markaðs­leyfi lyfsins en enn er verið að prófa bólu­efni Jans­sen.

Samtals tryggja samningarnir við lyfjaframleiðendurna fjóra bóluefni fyrir 539 þúsund manns.

Tilkynning ráðuneytisins.

Hér má sjá myndrænt yfirlit yfir stöðu samninga Íslands við lyfjaframleiðendur um bóluefni:

Fréttin hefur verið uppfærð.