Lög­reglan í Vest­manna­eyjum segir að við­varanir og undir­búningur íbúa og eig­anda fyrir­tækja í Vest­manna­eyjum hafa átt lykil­þátt í því að ekki varð meira tjón í ó­veðrinu en mikill vind­hraði er nú á svæðinu. Að því er kemur fram í færslu lög­reglu hafa björgunar­sveitir og lög­regla sinnt á fjórða tug verk­efna.

„Veður er farið að ganga veru­leg niður í Vest­manna­eyjum og engar að­stoðar­beiðnir borist tið að­gerða­stjórnar síða um kl. 11. Að­gerða­stjórn hætti því störfum kl. 12 en hún tók til starfa á mið­nætti,“ segir í færslu lög­reglu um ó­veðrið. „Ljóst er að við­varanir og undir­búningur íbúa og eig­enda fyrir­tækja skipti sköpum að ekki varð meira tjón í ó­veðrinu.“

Rauð við­vörun var á Suður­landi í morgun en appel­sínu­gul við­vörun er við gildi til klukkan 14 og tekur þá gul við­vörun við til 21 í kvöld. Tölu­verður við­búnaður hefur verið í Vest­manna­eyjum frá því í gær þar sem vindur hefur náð yfir 50 metrum á sekúndu.

Flest útköllin vegna óveðurs hafa verið í Vestmannaeyjum, meðal annars hafa járn­plötur og klæðningar losnað af húsum og varð há­flóð í morgun þar sem bátar losnuðu frá bryggjunni „Lögreglan í Vestmannaeyjum vill þakka viðbragðsaðilum og íbúum gott samstarf í þessum aðstæðum.“