Undir­búnings­vinna fyrir störf nýrrar kjör­bréfa­nefndar hefst á Al­þingi strax að loknum fundi lands­kjör­stjórnar á föstu­daginn. Þetta hefur Frétta­blaðið eftir Willum Þór Þórs­syni, þing­manni Fram­sóknar­flokksins og starfandi þing­for­seta.

„Málið kemur þá til þingsins og þá fyrst getur for­seti kallað eftir til­nefningum í svo­kallaða undir­búnings­kjör­bréfa­nefnd sem tekur til starfa til að undir­búa rann­sókn á kjör­bréfum með til­liti til þeirra at­huga­semda sem fylgja,“ segir Willum í sam­tali við Frétta­blaðið.

Að sögn Willums munu þau hafa hraðar hendur og hefja vinnu sína strax eftir að lands­kjör­stjórn hefur lokið störfum. „Ég reikna með því, að helgin gæti fari í það að taka saman gögn til að fara af stað og gæti verið sett saman strax á mánu­daginn bara, nefndin myndi þá hefja störf.

„Síðan undir­býr þessi nefnd málið fyrir Al­þingi, sem venju­lega er bara lagt fyrir Al­þingi við þing­setningu, og þá verður kjörin form­lega kjör­bréfa­nefnd, sem vana­lega er sama fólkið, og þá er málið tekið fyrir,“ segir Willum.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá fyrr í dag á­kvað lands­kjör­stjórn að flýta fundi sínum. Til stóð að fundurinn, þar sem þing­sætum er út­hlutað, færi fram þriðju­daginn 5. októ­ber en nú hefur verið á­kveðið að hann fari fram næst­komandi föstu­dag.

„Það er ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Kristín Edwald, for­maður lands­kjör­stjórnar, um málið en fundinum var flýtt til að draga ekki ferlið á langinn. Út­hlutun þing­sæta er for­senda þess að hægt sé að setja Al­þingi og kjósa kjör­bréfa­nefnd til að hægt sé að skera úr um hvort þing­menn séu lög­lega kosnir.