Undir­búnings­nefnd fyrir rann­sókn kjör­bréfa hefur lokið störfum og skilað af sér greinar­gerð. Þar kemur fram að nefndin hafi gengið úr skugga um að til­lögur hennar raski ekki úr­slitum Al­þingis­kosninganna 25. septem­ber. Björn Leví Gunnars­son, þing­maður Pírata stendur ekki við greinar­gerðina.

Hér má nálgast greinar­gerðina í heild sinni.

Á blað­síðu 11 í greinar­gerðinni segir að í Norð­austur­kjör­dæmi er það til­laga undir­búnings­nefndarinnar að af þeim þremur á­greinings­at­kvæðum (eitt kjör­fundar­at­kvæði og tvö utan­kjör­fundar­at­kvæði), sem yfir­kjör­stjórn Norð­austur­kjör­dæmis úr­skurðaði ó­gild, beri að meta eitt utan­kjör­fundar­at­kvæði gilt. Telst það greitt J-lista Sósíal­ista­flokks Ís­lands.

Til­laga nefndarinnar um kjör­fundar­seðill sem yfir­kjör­stjórn Suð­vestur­kjör­dæmis úr­skurðaði ó­gildan skuli metinn gildur og at­kvæðið greitt S-lista Sam­fylkingarinnar - jafnaðar­manna­flokks Ís­lands.

Jafn­framt er það til­laga nefndarinnar að af þeim fimm á­greinings­seðlum (þrjú kjör­fundar­at­kvæði og tvö utan­kjör­fundar­at­kvæði) sem yfir­kjör­stjórn Reykja­víkur­kjör­dæmis suður úr­skurðaði ó­gilda skuli meta eitt kjör­fundar­at­kvæði greitt B-lista Fram­sóknar­flokks, eitt utan­kjör­fundar­at­kvæði greitt J-lista Sósíal­ista­flokks Ís­lands og eitt utan­kjör­fundar­at­kvæði greitt D-lista Sjálf­stæðis­flokks.

Enn fremur er það niður­staða nefndarinnar að leggja til að úr­skurður yfir­kjör­stjórnar Reykja­víkur­kjör­dæmis norður, um að meta skuli sex kjör­fundar­at­kvæði ó­gild og eitt utan­kjör­fundar­at­kvæði gilt og greitt D-lista Sjálf­stæðis­flokks, verði stað­festur.

Al­var­legustu á­gallarnir í Norð­vestur­kjör­dæmi

„Al­var­legastan verður að telja þann ann­marka sem lýtur að vörslu kjör­gagna á meðan yfir­kjör­stjórn Norð­vestur­kjör­dæmis gerði hlé á fundi sínum sunnu­daginn 26. septem­ber kl. 7.35 og þar til hún kom aftur saman um kl. 13.00. Fyrir liggur að þá voru kjör­gögn geymd í opnum kössum í rými sem ekki var læst að öllu leyti eða inn­siglað og öryggis­mynda­vélar náðu ekki til. Jafn­framt liggur fyrir að fjórir starfs­menn hótelsins höfðu að­gang að því svæði þar sem kjör­gögnin voru geymd. Þá er ekki ljóst hve­nær bak­dyrum í talningar­sal var læst. Loks liggur fyrir að þegar odd­viti yfir­kjör­stjórnar mætti á talningar­svæðið kl. 11.59 var hann einn þar til næsti kjör­stjórnar­maður kom kl. 12.35. Sam­kvæmt upp­lýsingum lög­reglu var starfs­fólk hótelsins á sama tíma á ferðinni inn og út úr fremri sal. Sé þetta allt virt verður að telja að al­var­legur ann­marki hafi verið á vörslu kjör­gagnanna. Reynir þá á hvort þeir hafi haft á­hrif á að við seinni talningu at­kvæða urðu um­tals­verðar breytingar á at­kvæða­tölum fram­boða, sem á­hrif höfðu á út­hlutun jöfnunar­sæta í kjör­dæminu og á lands­vísu“, segir á blað­síðu 65 í greinar­gerðinni.