Undir­búnings­nefnd kjör­bréfa­nefndar Al­þingis fundar í dag. Þau munu fara yfir kjör­bréf sem lands­kjör­stjórn gaf út rétt fyrir helgi.
Fyrir nefndinni liggur að undir­búa það erfiða verk­efni Al­þingis að ráða fram úr þeirri flækju sem er komin upp vegna endur­talningar í Norð­vestur­kjör­dæmi.

Nefndin þarf einnig að taka til um­ræðu þær kærur sem hafa borist, eða munu berast. Magnús Davíð Norð­dahl, oddi­viti Pírata í Norð­vestur­kjör­dæmi, kærði kosningar í Norð­vestur­kjör­dæmi til kjör­bréfa­nefndar Al­þingis. Hann fer fram á upp­kosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í kjör­dæminu.

Þá er búist við kærum frá Rósu Björk Brynjólfs­dóttur fram­bjóðanda Sam­fylkingar og Guð­mundi Gunnars­syni fram­bjóðandi Við­reisnar.

Kæru­frestur er fjórar vikur frá kosningum því er ekki hægt að úti­loka að fleiri kærur berist.