Víðs vegar um landið undir­­býr fólk sig undir ó­­veðrið sem gengur yfir landið í dag og á morgun. Odd­viti Ár­nes­hrepps segir að fólk eigi að halda sér heima, en bæjar­­stjórinn á Höfn í Horna­­firði býst ekki við miklum hvelli.

Í há­­deginu var sam­hæfinga­­stöð Al­manna­varna virkjuð vegna ó­­veðursins sem gengur yfir landið í dag, en í gær­­kvöld var ó­­vissu­­stigi lýst yfir. Gul og appel­sínu­gul við­vörun eru við gildi á flest öllu landinu og er fólk varað við því að ferðast á milli lands­hluta.

Icelandair og Play hafa bæði neyðst til að breyta ýmsum flug­­tímum og hefur öllu innan­­lands­flugi í dag verið af­­lýst.

Eva Sigur­björns­dóttir, odd­viti Ár­nes­hrepps segir að það hafi nánast verið ó­­­fært allan janúar. Hún segir að versta veðrið komi seinna í dag og hvetur alla íbúa á svæðinu að halda sér heima.

„Við erum orðin ýmsu vön. það er búið að vera hund­­leiðin­­legt veður síðan um ára­­mót. Það nær því bara ekki að lagast inn á milli,“ segir Eva. Um þessar mundir eru þrettán metrar á sekúndu og segir Eva að það sé að­eins byrjað að hvessa.

„Fólk kemst ekki leiða sinna. Ég er búin að fara einu sinni á skrif­­stofuna í janúar. Þannig þetta er búið að vera and­­styggð,“ segir Eva.

Hún segir að allir í­búar á svæðinu séu hvattir til að halda sig inni á meðan versta veðrið gengur yfir.

„Kannski verður veðrið ekki svona slæmt. Fólk þarf að fara í húsin og gefa fé, þannig það verða alltaf ein­hverjir sem þurfa að fara út,“ segir Eva.

Sigur­jón Andrés­­son, bæjar­­stjóri Horna­fjarðar býst ekki við miklu ó­­veðri í dag. Hann segir að flestir á svæðinu séu orðnir þaulvanir óveðri og eru því viðbúnir öllu.

„Við eigum ekki von á því að veðrið verði svo slæmt hjá okkur. Alla vega fer það fram hjá þétt­býlinu, en ég veit til þess að Björgunar­­fé­lag Horna­fjarðar er að fara út á Jökuls­ár­lón klukkan þrjú að loka veginum,“ segir Sigur­jón.

„Við búumst ekki við að þetta verði mjög mikill hvellur. Við sleppum því að ein­hverju leyti. En sveitar­­fé­lagið er mjög stórt, þannig við þurfum að sjá hvernig þetta fer,“ segir Sigur­jón.