Heil­brigðis­yfir­völd í Albaníu undir­búa nú mögu­lega fyrir­bura­fæðingu albönsku konunnar sem vísað var frá landi í gær. Konan er gengin tæp­lega 36 vikur og var vísað úr landi þvert á ráð­leggingar ljós­mæðra og lækna á kvenna­deild Land­spítalans.

Konan, maður hennar og tveggja ára sonur hennar komu til Albaníu í morgun eftir um 18 klukku­stunda ferða­lag. Sam­kvæmt upp­lýsingum frá sam­tökunum Réttur barna á flótta er konan nú í skoðun „vegna langs og þreytandi ferða­lags“, með mikla sam­drætti, og á í hættu að fara af stað.

„Við erum með mynd af vott­orði frá læknum sem sáu um hana og hún verður nú flutt á annan spítala þar sem verið er að undir­búa fæðingu fyrir­bura. Þar sem hennar fyrri fæðing var með keisara fannst læknunum mikil­vægt að færa hana yfir á aðra stofnun,“ segir í til­kynningu frá sam­tökunum.

„Hún er hrædd því það voru erfið­leikar í síðustu fæðingu og það endaði með keisara. Hún var að vonast til þess að geta fætt náttúru­lega núna,“ segir Morga­ne Céline C Priet-Maheo, í sam­tali við Frétta­blaðið en hún hefur starfað með sam­tökunum og verið í beinu sam­bandi við konuna undan­farinn sólar­hring

Morga­ne segir að fram komi í vott­orði frá læknum í Albaníu að sam­drættirnir séu sterkir og að konan sé í á­hættu á að fara af stað. Fram kemur í til­kynningu að vegna þess sé við­búnaðurinn mikill.

„Það eina sem við getum gert er að bíða og vona það besta,“ segir að lokum.

Hægt er að sjá til­kynningu sam­takanna hér að neðan.