Aðstoðarfólk forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, undirbýr nú þingkosningar nóvember á laun. Það er gert til að bjarga Brexit viðræðum og starfi hennar eftir að hún varð fyrir mikilli gagnrýni Evrópskra leiðtoga í Salzburg fyrr í vikunni þegar hún tilkynnti Brexit áætlun sína, eða Chequers-planið eins og það er kallað í breskum miðlum.

Fullyrt er í sunnudagsútgáfu breska blaðsins The Times að tveir háttsettir aðstoðarmenn hennar hafi byrjað að undirbúa kosningarnar í síðustu viku til að fá almenning til að styðja áætlanir hennar.

Í frétt The times er vitnað í símtal annars þeirra þar sem hann talaði við samflokksmann sinn og sagði „Hvað ertu að gera í nóvember – því ég held við þurfum að halda kosningar.“

Biðja ráðherra að styðja May núna með loforði um að hún hætti næsta sumar

Að sögn blaðsins er það einnig fyrirhugað að May ætli sér að hætta næsta sumar og er sagt í fréttinni að það sé gert til að koma í veg fyrir að ráðherrar hennar hætti núna í þeirri von að bjóða sig fram gegn henni síðar.

Áætlanir um þingkosningar koma á sama tíma og May undirbýr erfiðan ríkisstjórnarfund sem fer fram á morgun en þar á að ræða innflytjendastefnu Bretlands eftir að þau hafa gengið úr sambandinu.

Í fréttinni er greint frá því að líklegt sé að Sajid Javid, innanríkisráðherra Bretland, muni kynna áætlanir sem fjarlægri frjálsa för innflytjenda frá Evrópu og muni í stað þess kynna áætlun sem gefi innflytjendum frá öllum heiminum sama tækifæri til frjálsra ferða innan Bretland. 

Talið er að Philip Hammond, kanslari Bretlands, muni á móti kynna áætlun sem gefi innflytjendum frá Evrópusvæðinu sérstaka stöðu og þannig forgang. Embættismenn innan Íhaldsflokksins hafa áhyggjur af því að hann muni kynna eitthvað sem er í líkingu við það sem þekkist nú er varðar frjálsar ferðir fólks frá Evrópu innan sambandsins.

Talið er líklegt að þrýstingur verði á May að styðja annars konar áætlun en kynnt var í Chequers planingu og er vísað í fréttinni í áætlun sem myndi vera eitthvað í líkingu við Kanadamótelið.

Segir mikilvægt að setja Bretland í fyrsta sæti

May bað Íhaldsmenn í gær í ávarpi að vera rólega og reyndi að beina áhyggjum fólks frekar að Verkamannaflokknum sem hefur ítrekað krafist annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún sagði að alltaf hafi verið búist við því að samningaviðræðurnar yrðu erfiðar en að nú væri tíminn til að setja Bretland í fyrsta sæti, ekki líta aftur bak til Evrópu eða annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu eins og formenn annarra flokka hafa ítrekað kallað eftir.

Í fréttinni kemur fram að þó ekki hafi verið rætt opinberlega um kosningar þá segir aðstoðarmenn hennar að það sé það eina sem sé í stöðunni fyrir May vilji hún halda völdum. Þá gáfu þau einnig í skyn að hún myndi færa sig frá Chequers-planinu til Kanadamódelsins. 

Hægt er að lesa grein the Times hér.