Öku­maður var stöðvaður við akstur í dag vegna gruns um að hann væri undir á­hrifum fíkni­efna. Bíllinn reyndist vera stolinn, sam­kvæmt dag­bók lög­reglu.

Tvennt var í bílnum en bæði öku­maður og far­þegi voru í annar­s­legu á­standi. Þau voru vistuð í fanga­klefa vegna málsins en ekki kemur meira fram um málið að svo stöddu.

Þá var einnig til­kynnt um eigna­spjöll á hóteli í dag. Gerandi var farinn af vett­vangi þegar lög­regla mætti en sam­kvæmt dag­bókinni er vitað hver hann er. Lög­reglan þurfti þó ekki að leita langt þar sem sá grunaði kom aftur á hótelið stuttu seinna og var þá hand­tekinn. Tekin var af honum skýrsla og hann látinn laus í framhaldinu.