Lög­reglan á Suður­nesjum stöðvaði í vikunni er­lendan öku­mann á Reykja­nes­braut en maðurinn mældist á 203 kíló­metra hraða á klukku­stund þar sem há­marks­hraði var 90 kíló­metrar á klukku­stund.

Þá var maðurinn einnig grunaður um ölvunar­akstur. Að því er kemur fram í til­kynningu lög­reglu var öku­maðurinn sviptur öku­réttindum til bráða­birgða og gert að greiða 420 þúsund krónur í sekt fyrir brotin.

Auk er­lenda öku­mannsins voru tíu til við­bótar staðnir að hrað­akstri og var í einu til­felli höfð af­skipti af öku­manni sem ók sviptur öku­réttindum með barn í bílnum.

Þá voru nokkur önnur um­ferðar­laga brot skráð, til að mynda akstur á negldum dekkjum, fíkni­efna­akstur, og skráningar­númer voru fjar­lægð af bílum sem voru ó­skoðaðir eða ó­tryggðir.