Ó­víst er hvernig 75 föngum tókst að strjúka úr fangelsi í austur­hluta Paragu­ay á síðustu dögum. Lög­regluna grunar að fanga­verðir hafi hleypt þeim út en málið er í rann­sókn.


Flóttinn upp­götvaðist í morgun þegar lög­regla skoðaði fangelsið og komst að því að 75 fangar úr einum hluta þess voru horfnir. Flestir fanganna eru með­limir í stærsta glæpa­gengi Brasilíu. Göng fundust á einum stað í fangelsinu en lög­regla telur þó að þau hafi að­eins verið grafin til að villa um fyrir lög­reglu­mönnum.


Fangelsið er stað­sett ná­lægt landa­mærum Paragu­ay og Brasilíu og er talið að fangarnir hafi haldið yfir þau. Innan­ríkis­ráð­herra Paragu­ay Eucli­des Ace­vedo sagði í sam­tali við er­lenda fjöl­miðla að það væri ljóst að fanga­verðirnir væru flæktir í málið.


„Við fundum þessi göng en teljum að þau hafi einungis verið grafin til að fela þá stað­reynd að fanga­verðirnir hafi hleypt þeim út,“ sagði hann. Talið er að föngunum hafi verið hleypt út í hollum síðustu daga frekar en að þeir hafi allir farið úr fangelsinu í einum hóp.


Allir fanga­verðir fangelsisins hafa nú verið reknir og eru í haldi lög­reglu. Lög­reglu­yfir­völd fengu á­bendingu um að verið væri að plana flótta innan veggja fangelsisins og að mútur upp á 80 þúsund dollara, sem jafn­gilda tæpum 10 milljónum ís­lenskra króna, hefðu verið greiddar til að koma föngunum út. Því fóru lög­reglu­menn í fangelsið í morgun til að kanna stöðuna en að­eins of seint því fangarnir voru þegar á brott.


Frétt BBC um málið.