Vopnaður karlmaður hefur tekið tvo menn haldi í París og segist bera skotvopn og sprengju. Fjölmennt lið lögreglu og slökkviliðs hefur umkringt manninn.

Þetta kemur fram á ýmsum erlendum vefmiðlum. Umsátrið fer fram í Rue des Petites Ecuries í miðborg Parísar. 

CNN hefur eftir lögreglunni að sérsveitin sé á svæðinu og að maðurinn sé mjög óstöðugur. Hann hafi tekið tvo menn haldi. Fram kemur að enginn grunur sé uppi um að maðurinn tengist hryðjuverkastarfsemi.