Ólafur Guð­munds­son, vara­borgar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokksins, hefur verið harð­lega gagn­rýndur fyrir Face­book færslu sína þar sem hann tjáir sig um skot­á­rásina gegn bíl Dags B. Eggerts­sonar, borgar­stjóra sem fréttir bárust af í gær.

„Byrjaðu á sjálfum þér...Hér er af­leiðing af því sem hampað hefur verið frá svo­kalaða hruninu 2008. Nú er byltinginin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgar­stjóri,“ skrifar Ólafur í færslunni, sem birtist í gær­kvöldi, en hefur nú verið eytt. Frétta­blaðið hefur ekki náð tali af Ólafi í morgun vegna málsins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Vill að Eyþór taki ummælin upp við forsætisnefnd

Var Ólafur þar að bregðast við um­mælum Dags í gær vegna málsins. Augljóst er að Degi er mjög brugðið vegna skemmdar­verkanna en bæði Sam­fylkingin og Sjálf­stæðis­flokkurinn hafa for­dæmt skot­á­rásir sem beinst hafa að stjórn­mála­fólki uppi á síð­kastið.

Heiða Björg Hilmis­dóttir, borgar­full­trúi Sam­fylkingarinnar og vara­for­maður, gerir færslu Ólafs skil á Twitter. „Hvað er það sem vara­borgar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks er að reyna að kalla fram hér?“ spyr hún.

„Hafi það verið ein­hverjum vafa undir­orpið þá for­dæmi ég þessi dapur­legu um­mæli Ólafs,“ skrifar Hildur Björns­dóttir, borgar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokksins á Twitter vegna málsins.

„Það hlýtur að vera al­gjört grund­vallar­at­riði í lýð­ræðis­sam­fé­lagi að fólk geti tekið þátt í pólitískri um­ræðu án þess að öryggi þess sé ógnað eða frið­helgi heimilis og fjöl­skyldu rofin.“

Hildur segir að borgar­stjórnar­flokkur Sjálf­stæðis­flokksins muni bregðast frekar við um­mælunum, spurð að því. „Ég hef óskað eftir því við odd­vita XD að hann taki um­mælin upp á fundi for­sætis­nefndar á eftir.“

Fréttablaðið/Skjáskot
Fréttablaðið/Skjáskot
Fréttablaðið/Skjáskot