Samfélag

Ummæli Jóns Vals bæta fjárhag Samtakanna ’78

Daníel Arnarsson segir Samtökin ’78 taka öllum fagnandi sem styðja málstað þeirra óháð því hvort fólk sé hinsegin eður ei. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR

Það er kominn inn svolítill aur vegna þessa og það er bara gaman að því. Síðan er líka hægt að benda fólki á að öllum er velkomið að vera í samtökunum, óháð því hvort það er hinsegin eða ekki, ef það tekur þátt í baráttunni,“ segir Daníel Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ’78.

Í gær fór á flug klippa þar sem Jón Gnarr les ummæli Jóns Vals Jenssonar, virks í athugasemdum, með rödd Fóstbræðra-karaktersins Indriða. Ummæli Jóns Vals sneru að því hve mikið það hefði kostað að mála Skólavörðustíginn í litum regnbogafánans. Uppátæki borgarstjórans fyrrverandi vakti lukku og benti hann þeim sem það vildu á að styrkja samtökin.

„OG HVERJIR BORGA ÞETTA? VIÐ, gagnkynhneigðir foreldrar!!!“ ritaði Jón Valur meðal annars.

Sjá einnig: Ind­riði ljáði Jóni Val rödd sína eftir á­skorun á Twitter

„Náttúrulega ekkert af því sem Jón Valur segir þarna er rétt. Það var skemmtilegt að heyra Indriða lesa þetta enda textinn bull,“ segir Daníel. „Ég veit ekki hvort hann hefur setið hinsegin fræðslu en við tökum honum fagnandi. Það er okkar hlutverk að fræða, stuðla að þróun og standa fyrir hinsegin baráttu. Jón Valur og fleiri hafa sýnt fram á að enn er nauðsyn á henni.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Samfélag

Meirihluti sjúklinga á Vogi undir fertugu

Samfélag

Allt að 19 mánaða bið til að greina einhverfu

Samfélag

600 andlit að láni á sólarhring

Auglýsing

Nýjast

Jón Gnarr og Frosti deila um opin­bera smánun

Hvetja foreldra til að sækja börn í frístund

Mikil­vægt að ganga vel frá lausum munum

May sögð ætla að fresta Brexit-at­kvæða­greiðslu

Fjöldamorðingi dæmdur fyrir 56 morð til viðbótar

Jemt­land í á­tján ára fangelsi fyrir morðið á eigin­konu sinni

Auglýsing