Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingkona Pírata, segir rangt að stór hluti hælisleitenda misnoti kerfið hér á landi.

Ummæli Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra í þá veru ali á fordómum og það sé alvarlegt.

„Það er ekki rétt sem dómsmálaráðherra byggir á í máli sínu, og fleiri ráðherrar hafa gert eins og því miður ráðherra Vinstri grænna, að flóttafólk eigi bara að sækja um atvinnuleyfi ef það vill vinna. Það er ekki þannig, þetta er dvalar- og atvinnuleyfi,“ segir Arndís Anna.

Frumvarp um breytingar á útlendingalögum verður lagt fram í fimmta sinn þegar þing kemur saman í næstu viku.

Arndís er gestur í Fréttavaktinni á Hringbraut í kvöld. Hægt verður að sjá þáttinn í heild sinni á vef Hringbrautar klukkan 18:30 en hér fyrir neðan má sjá stutta klippu úr þættinum.